- Advertisement -

Hvar eru löggan og saksóknari?

„Það er hlutverk lögreglu og ákæruvalds að rannsaka slíka nauðung , enda er hún refsiverð.“

„Samkvæmt 253 gr. almennra hegningarlaga varðar það allt að tveggja ára fangelsi að nota sér bágindi annars manns, fákunnáttu eða það hann er honum háður til að afla sér hagsmuna með samningi þannig að bersýnilegur munur sé á hagsmunum þessum og því endurgjaldi sem fyrir þá skyldi koma.“

Þetta er ábending frá góðum hæstaréttarlögmanni vegna frétta um þrælahald á Íslandi. Meðferðin á rúmensku starfsmönnunum hjá fyrirtækinu, eða hvað skal kalla fyrirbærið, stenst ekki almenn hegningarlög. Ætli eigendur og forráðamenn fyrirtækisins verði látnir svara til saka?

Lögmaðurinn sagði í samtali við Miðjuna: „Ekki verður betur séð en að þetta ákvæði eigi við þegar atvinnurekandi misnotar sér aðstöðu sína og greiðir fákunnandi útlendingi allt of lág laun. Það sama á við þegar sami atvinnurekandi áskilur sér allt of hátt leigugjald hjá starfsmanni sinum, eins og t.d. með því að heimta 50.000,- kr. á mánuði fyrir rúmstæði í tíu manna herbergi.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og lögmaðurinn bætti við: „Það er hlutverk lögreglu og ákæruvalds að rannsaka slíka nauðung , enda er hún refsiverð.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: