- Advertisement -

Hvar eru hjúkkurnar?

Okkur, rétt einsog margar aðrar þjóðir, vantar hjúkrunarfræðinga til starfa. Í nauðsynleg störf. Oft lífsnauðsynleg. Þetta er eitthvað sem verður að lagast. Ekki veit ég hversu margir hjúkrunarfræðingar hafa kosið að fara í önnur störf en við hjúkrun. Fjöldi þeirra starfar nú sem flugfreyjur eða flugþjónar.

Og hvers vegna? Jú, vegna þess að þar, og víðar, bjóðast þeim betri laun, þægilegri vinnutími og jafnvel minni ábyrgð. Ríkið er ekki samkeppnisfært. Þess vegna er víst að fjöldi menntaðra hjúkrunarfræðinga hefur kosið að starfa við annað en þeir menntuðu sig til.

Af um níu þúsund menntuðum grunnskólakennurum á Íslandi starfa um 4.500 við kennslu. Aðrir, eða ámóta margir, hafa kosið sér annað starf en menntun þeirra segir til um. Óvíst er hvert hlutfallið er meðal hjúkrunarfræðinga. Eflaust er það hátt og fer hækkandi.

Það er fráleitt að halda að hér sé annað besta heilbrigðiskerfi í heimi. Svo er alls ekki. Það þarf ekki annað en að fara um ganga Landspítalans til að sjá að þar er ótal margt að, margt sem verður að lagast. Vinnuaðstæður eru ekki góðar og meðan þensla er í samfélaginu munum við missa fleira fólk, fólk sem hefur menntað sig í hjúkrun og öðrum nauðsynlegu, til starfa þar sem betur er borgað og betur búið að starsfólki og þá sjúklingum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er alvarleg staða. Við vitum hvar fyrsta ábyrgð liggur.

Í desember 2015 birtist frétt hér á Miðjunni um þetta: Hverra er ábyrgðin.

Sigurjón M. Egilsson.

 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: