„Hvar eru grænu efnahagsaðgerðirnar? Það voru vonbrigði að frumvörpum sem snúast um umhverfismál var frestað fram á haustþing. Umhverfismálum má ekki vera ýtt til hliðar út af Covid-19 eða öðru, heldur þvert á móti, þau eiga að vera í forgrunni akkúrat núna á svona tímum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Vinstri grænum, í þingræðu í dag.
„Ég hvet hæstvirtan umhverfisráðherra til dáða í þeim efnum og heiti honum stuðningi við þá vinnu. Leggjum línurnar um hvernig samfélag við viljum byggja upp hér. Það samfélag verður að vera byggt upp með mannúðlegum og grænum lausnum til framtíðar,“ sagði Rósa Björk.
-sme