- Advertisement -

Hvar er skýrsla Hannesar Hólmsteins?

Alþingi „Hvenær verður lokið við skýrslu um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins og hvenær verður hún birt opinberlega?“ Svona byrjar fyrirspurn sem Björn Leví Gunnarsson Pírati hefur beint til fjármálaráðherra.

Sem kunugt er réði Bjarni Benediktsson Hannes Hólmstein Gissurar prófessor til skýrslugerðarinnar.

Næst spyr Björn Leví hvenær bar að skila skýrslunni samkvæmt verksamningi og svo hvenær og hve mikið hefur verksali fengið greitt fyrir verkið og hve mikið er ógreitt?
Þá vill hann fá að vita hver ákvað samningsfjárhæð fyrir verkefnið, hvernig verkstjórn sé og eftirliti með framgangi verkefnisins háttað af hálfu verkkaupa og hverjir séu helstu verkþættir samningsins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: