Fréttir

Hvar er Sigmundur Davíð?

By Miðjan

April 09, 2014

„Það liggur alveg fyrir á hverra vegum frumvarpið er og hver það er sem hefur talað hvað mest fyrir því, bæði í aðdraganda kosninga vorið 2013 og nú það sem liðið er af þessu kjörtímabili. Þetta er stóra mál hæstv. forsætisráðherra, það mál sem kom honum í þann stól sem hann situr nú í og hans flokk í þá lykilstöðu við stjórn þessa lands sem hann er nú í. Það má því undrum sæta, og í raun finnst mér það fráleitt, að hæstv. forsætisráðherra hvorki fylgi frumvarpinu úr hlaði né taki umræðu við okkur þingmenn um það. Ég vil því óska þess að undir liðnum um störf þingsins um þetta mál sé hæstv. forsætisráðherra nærstaddur og taki þátt í andsvörum og ræðum um þetta mikilvæga frumvarp,“ Edward H. Huijbens, varaþingmaður Vinstri grænna, við upphaf þingfundar í gær, en hann saknaði þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók ekki þátt í umræðum um á Alþingi um skuldaniðurfellingarnar.

Sama gerði Helgi Hjörvar í gærkvöld.

Edward sagði einnig: „Um er að ræða frumvarp sem er endanleg birtingarmynd lofaðrar upprisu millistéttar og heimsmets í skuldalækkunum, svo vitnað sé í orð hæstv. forsætisráðherra á ýmsum fundum í aðdraganda frumvarpsins.“