- Advertisement -

Hvar er Rup?

Mesti munurinn á þeim Degi og Eyþóri er hæðin. Dagur er mun hærri en Eyþór. Annars eru þeir að mestu eins. Báðir í Armani með dýr úr. Þeir eru báðir Árbæingar. Líkja má þeim við tvo af þríburunum þekktu, Rip og Rap og því er kanski spurt, hvar er Rup?

Með samstilltu átaki fjölmiðla hefur verið látið sem borgarstjórnarkosningarnar snúist um þá Dag og Eyþór. Svo er alls ekki. Kosningarnar snúast ekki um þessa tvo Reykvíkinga. Kosningarnar snúast ekki síst um það fólk sem kerfisbundið hefur verið skilið eftir.

Hvorki Dagur né Eyþór eru líklegir til að bæta hag þessa fólks. Dagur hefur haft dagóðan tíma til þess en ekki nýtt öll þau tækifæri sem hann hefur haft. Eyþór tilheyrir hópi sem aldrei, aldrei mun sjálfviljugur rétta hag þeirra verst settu. Það er bara ekki í huga Eyþórs og þeirra sem standa að framboði hans. Er ekki og verður ekki.

Kjósendur verða að tryggja fólki sem talar út frá eigin reynslu, og sem þekkir myrkur og kulda, sæti við borð borgarstjórnar. Það er búið að fullreyna allt hitt. Árangurinn er sá að Reykjavíkurborg á trúlega landsmet í fjölda starfsmanna á allra, allra lægstu launum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Spennan er mikil. Trúlega nær Sanna Magdalena Mörtudóttir kjöri. Það er samt ekki víst og því skiptir miklu máli að kjósendur vandi val sitt. Það er tími kominn á breytingar og Sanna Magdalena er líklegust allra til að breyta.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: