Hvar er Mummi?
Andmæli vegna Hvalárvirkjunar aukast.
Hrafn Jökulsson skrifar:
„Mér leiðist að segja þetta, en ég skammast mín fyrir land án umhverfisráðherra eða flokks sem lætur sér þann málaflokk varða. Nokkrir einarðir einstaklingar standa einir í vegi andlitslausra, erlendra auðkýfinga sem ætla sér að tortíma Vestfjörðum, og stærstu ósnortnu víðernum Evrópu. Skömm sé að þeim stjórnmálamönnum, sem ætla að standa hjá. Ykkar óminning skal lengi uppi. Fyrst VG ætlar fyrst og fremst að standa undir andheitum í pólitík, hvar í veröldinni eru þá vinir vorir í Samfó? Eða náttúruverndarsinnarnir í Framsókn, en þar var Eysteinn afabróðir fyrstur íslenskra stjórnmálamanna til að taka að sér umhverfismál?! Vaknið, fjandinn hafi það!“
Vigdís Grímsdóttir:
„Ég spyr sömu spurningar og Hrafn Jökulsson og svo ótal margir aðrir. HVAR ER MUMMI?!
Nú er komið á daginn að áform andlitslausra, erlendra auðkýfinga um tortímingu Vestfjarða og einhverra stærstu ósnortnu víðerna Evrópu, voru einn allsherjar svindill, frá upphafi til enda. Jarðamörk fölsuð, annaðhvort vísvitandi eða af heimsku og græðgi. Ennþá heyrist ekkert í umhverfisráðherra — er ekki annars örugglega umhverfisráðherra á Íslandi?! Minnir að sá sómamaður hafi í fv. djobbi hjá Landvernd beitt sér eindregið gegn þessu skaðræði við náttúru Íslands. Hvar er Mummi?“