- Advertisement -

Hvar er Mogginn?

Sigurjón M. Egilsson:

Í dag er agnarögn um Lindarhvolsmálið hans Bjarna í Mogganum og ég fæ ekki betur séð en leiðari dagsins sé enn og aftur um angans kallinn hann Biden. Kannski hefur ritstjórinn skrifað og birt þennan sama leiðara aftur og aftur.

Kringlan í Alþingishúsinu. Reyndist fínn veiðistaður fyrir blaðamann.

Það var 1992 eða 1993 að ég sat einn í kringlunni í  þinghúsinu. Hafði lært að það var gott að sitja þar. Ekki vegna þess að stólarnir væru eitthvað sérstakir. Heldur vegna þess að þangað komu oft til mín þingmenn sem vildu létta á sér. Ræða það sem aflagða hafði farið. Úr urðu oft fínar fréttir.

Jæja, ég sat einn í kringlunni og til mín kom ráðherra úr Sjálfstæðisflokki. Ósætti var milli stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Ég hafði skrifað fréttir um átökin í ríkisstjórninni. Ráðherrann settist við hliðina á mér.

Hann heilsaði og spurði svo: „Sigurjón, hvar er Mogginn?“ Ég sagðist ekki vita annað en hann væri í næsta nágrenni við Kringluna. Ráðherrann sagði dæmigert að þegar Sjálfstæðisflokkurinn væri í erfiðum málum þá hyrfi Mogginn. Engir blaðamenn hringdu til að afla frétta af átökum eða deilum. Hann sagði þetta áberandi.

Í dag er agnarögn um Lindarhvolsmálið hans Bjarna í Mogganum og ég fæ ekki betur séð en leiðari dagsins sé enn og aftur um angans kallinn hann Biden. Kannski hefur ritstjórinn skrifað og birt þennan sama leiðara aftur og aftur.

Mogginn virðist vera kominn í pólitískt frí. Ekkert virðist hafa breyst á þeim 30 árum sem eru liðin.

Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: