- Advertisement -

Hvar eru Guðni, Ingibjörg Sólrún, Gísli Marteinn og gamli góði Villi?

Það er nokkuð merkileg lesning að renna yfir framboðslista flokkanna fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, en þar sést að margt ágætt fólk er ekki þar að finna. Fólk sem hefur komið að borgarmálum flokka sinna, á einn eða annan veg.

Byrjum á Framsókn. Guðni Ágústsson, sem var vonarstjarna flokksins, lengi vel er hvergi á framboðslistanum, ekki í heiðurssætinu, hann hefur greinilega snúið alfarið baki við framboði flokksins í Reykjavík. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sem var kjörin í annað sæti er heldur ekki á listanum og kemur kannski ekki á óvart. Óskar Bergsson er þar ekki heldur og sama er að segja Guðlaug G. Sverrisson sem og aðra sem voru upphaflega kjörin til að á framboðslistann. Fyrrverandi formaður og forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er heldur ekki á listanum.

Það vantar margt þekkt fólk á lista Sjálfstæðisflokksins. Gísli Marteinn Baldursson er þar ekki og ekki heldur fyrrverandi borgarstjórar flokksins, þeir Vilhjálmur þ. Vilhjálmsson, Markús Örn Antonsson og Davíð Oddsson.

Hjá Samfylkingin er eftirtektarvert að formaðurinn fyrrverandi og borgarstjóri í rúman áratug, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Og sama er að segja um fyrrverandi borgarfulltrúana Stefán Jón Hafstein og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, sem að auki var borgarstjóri um hríð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: