- Advertisement -

Hvar er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmisins?

Hefur hann til dæmis boðað sjávarútvegsráðherra fund með þingmönnum kjördæmisins.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Er fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmisins ekki Haraldur Benediktsson – Hefur einhver heyrt frá þeim annars ágæta manni um grásleppumálið. Stjórnsýsla sjávarútvegsráðherra og forsendur veiðiráðgjafar Hafró í málinu, eru fyrir neðan allar hellur og standast enga skoðun. Það stefnir afkomu fjölda fjölskyldna í voða.
Hefur Haraldur beitt sér í málinu? Hefur hann til dæmis boðað sjávarútvegsráðherra fund með þingmönnum kjördæmisins og fulltrúum sveitarfélaga t.d. Stykkishólmi, Akranesi, Dalabyggð og Snæfellsbæ…?

Það er engu líkar en Haraldur og hinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu þ.e. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir séu eitthvað smeyk við að standa með fólkinu sem þau eru fulltrúar fyrir á Alþingi. Þegar upp er staðið þá virðist sem þau taki frekar þátt í að reyna að þagga niður þau mistök sem sjávarútvegsráðherra hefur gert í stað þess að bætt verði fyrir þau.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: