Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg yrði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegar „hraðlestar.“
Vigdís Hauksdóttir spurði nokkurra spurninga á fundi skipulags- og samgönguráðs í dag.
Vigdís spyr:
„Stefnt var að því að fluglest myndi byrja að ganga á milli Keflavíkur og Reykjavíkur árið 2025 og var áætlaður kostnaður 100 milljarðar. Áætlað var að lestin myndi mögulega tengjast borgarlínu.
Árið 2017 var búið að veita 300 milljónum í verkefnið. Á fundi borgarráðs þann 19. maí 2016 lagði borgarstjóri fram tillögu um að Reykjavíkurborg yrði stofnaðili og hlutafjáreigandi í hlutafélagi um þróun og byggingu mögulegar „hraðlestar.“
Lagði borgarstjóri jafnframt til að Reykjavíkurborg myndi eignast 3% hlut í félaginu með því að leggja inn sem stofnfé þegar framlagðan kostnað við frumskoðun verkefnisins.
1. Hvað hefur Reykjavíkurborg lagt þessu verkefni/Fluglestin
þróunarfélag, til mikið fjármagn tæmandi talið?
2. Hvernig er eignarhlutur Reykjavíkurborgar færður í bókhaldi
borgarinnar?
3. Af hvaða kostnaðarlið var það fjármagn sem lagt var í
verkefnið tekið?
4. Hver er framkvæmdastjóri félagsins í dag?
5. Hverjir skipa stjórn félagsins í dag?
6. Hvenær var síðasti aðalfundur félagasins haldinn?“