Rósa Björk Brynjólfsdóttir spyr Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um hvernig gangi með mótun boðaðra ferðamálastefnu.
Spurningar Rósu Bjarkar eru tvær:
1. Hver er staðan á vinnu við mótun ferðamálastefnu til langtíma eins og kveðið er á um í sáttmála ríkisstjórnarinnar að mótuð skuli?
2. Telur ráðherra þörf á að flýta þessari vinnu þar sem aðilar í ferðaþjónustunni hafa lengi kallað eftir slíkri heildarstefnu í ferðamálum og bæði Reykjavíkurborg og Akureyrarbær hafa mótað sér ferðamálastefnu til langtíma?