- Advertisement -

Hvar er botn Samfylkingarinnar?

Stjórnmál Staða ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna vekur eðlilega athygli. Staða Samfylkingarinnar er ekki síður merkileg. Í kosningunum, fyrir tveimur árum, hlaut flokkurinn sögulega útreið, þegar hann fékk innan við þrettán prósent atkvæða. Þá virtust allar vonir og væntingar flokksmanna hafa hrunið og neðar yrði varla komist.

Samfylkingin var jú stofnuð til að verða stór og öflugur flokkur. Annar turnanna tveggja var sagt á þeim tíma.

Nýjasta skoðanakönnun sýnir að Samflykingin hefur ekki enn fundið botninn. Flokkurinn mælist með innan við ellefu prósenta fylgi. Eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í tvö ár og starfandi ríkisstjórnin mælist með fádæmum óvinsæl gengur Samfylkingunni ekki betur en svo að enn reitist af henni fylgið.

Þeir níu þingmenn sem skipa þingflokk Samfylkingarinnar eiga eitt óyggjandi sameiginlegt. Hver og einn þeirra varð fyrir áfalli í kosningunum, hver og einn þeirra missti samherja í sínu kjördæmi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þingflokkur Samfylkingarinnar er einsog viðbrenndur grautur,“ varð einum þjóðfélagsrýni að orði eftri kosningarnar.

Á Hrafnaþingi ÍNN lét Hallur Hallsson að því liggja, að úrslitum í formannskjöri hafi verið hagrætt. Á honum mátti skilja að hann hafi heimildir úr Samfylkingunni um að átt hafi verið við niðurstöður formannskjörsins, Árna Páli í hag.

Hvað um það, staða Samfylkingarinnar er furðuleg. Sem og reyndar annarra flokka innan fjórflokksins. Meira um  það síðar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: