- Advertisement -

Hvar er Alþingi?

Gunnar Smári skrifar:

„Á bara að láta þennan markað þróast villt og eftirlitslaust? Bara vegna þess að einhverjir ætli sér að hagnast stjarnfræðilega á rekstri fyrirtækjanna.“

Merkilega lítið fjallað um sölu á öllum greiðsluþjónustufyrirtækjunum til tveggja manna með miklar hugmyndir um vöxt og útþennslu. Líka undarlegt að engar athugasemdir séu gerðar við að eitt af þremur fyrirtækjum kaupi annað hinna, eins og hér séu engin að samkeppnislög. Um leið og kaupin gengu í gegn er mér sagt að þóknun fyrirtækjanna hafi verið hækkuð úr 0,25% í 0,45%. Þetta er smáar prósentur en þær eru teknar af gríðarlegri veltu.

Á undanförnum árum hefur verið nokkuð rætt um öryggi fjármálamarkaðarins, þörf okkar fyrir örugga greiðslumiðlun. Samt eru þessi þrjú fyrirtæki, Korta, Valitor og Borgun, nú í eigu manna sem ekki er hægt að kalla annað en braskara. Og það er ekkert um þetta fjallað, nema hvað í viðskiptafréttum er fagnað að bankarnir hafi getað bókfært einhvern hagnað við söluna. Sem er forsenda þess að þeir geti greitt hluthöfunum meiri arð.

Hvar er Alþingi? Ætti efnahags- og viðskiptanefnd ekki að kalla fyrir forsvarsmenn þessara fyrirtækja og bankanna sem seldu þeim þessi kerfislega mikilvægu fyrirtæki? Ætti þingið ekki að setja sig inn í þessi mál? Er eðlilegt að fyrirtækin geti velt þóknunum sínum út í verðlagið hér á meðan þóknunin leggst aðeins ofan á viðskipti þeirra sem nota kortin í öðrum löndum? Ætti ekki að setja mörk á þá þóknun sem fyrirtækin taka? Eða á bara að láta þennan markað þróast villt og eftirlitslaust? Bara vegna þess að einhverjir ætli sér að hagnast stjarnfræðilega á rekstri fyrirtækjanna.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: