Hvalveiðibannið:
„Einnig hyggst starfshópurinn kalla eftir rýni annarra sérfræðinga eftir þörfum. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Fiskistofu.“
„Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra bannaði hvalveiðar tímabundið til 31. ágúst en miðað við svör matvælaráðuneytisins við fyrirspurnum Morgunblaðsins er ekki hægt að útiloka að bannið verði framlengt. Starfshópur á vegum ráðuneytisins vinnur næstu vikurnar að því að meta hvort hvalveiðar geti staðist lög um dýravelferð og lög um hvalveiðar.“
Þetta er úr Moggafrétt. Rétt eins og færslan á undan þessari. Eðlilega er Mogginn upptekinn af hvalamálinu. Miðjuna langar ósköpin öll að vitna enn og aftur í Mogga dagsins:
„Samkvæmt svörum ráðuneytisins á starfshópurinn að vinnu lokinni að „skila ráðuneytinu tillögum að valkostum eða mögulegum lausnum um hvaða leiðir eru raunhæfar eða mögulegar.“
Ekki verður annað skilið á þessum svörum en að hið „tímabundna hvalveiðibann“ verði ekkert endilega tímabundið. Það er að segja ef starfshópur ráðuneytisins kemst að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að stunda hvalveiðar sem samræmast lögum um velferð dýra. Blaðamaður spurði því ráðuneytið hvað myndi gerast ef starfshópurinn kæmist að þeirri niðurstöðu. Svar ráðuneytisins er það að nú sé ótímabært að taka afstöðu til þess þar sem vinnan standi enn yfir.
Ráðuneytið hefur haft samband við leyfishafann Hval hf. og óskað eftir upplýsingum, gögnum, sjónarmiðum og athugasemdum er gætu varðað þessa vinnu starfshópsins. Einnig hyggst starfshópurinn kalla eftir rýni annarra sérfræðinga eftir þörfum. Starfshópurinn er skipaður fulltrúum ráðuneytisins, Matvælastofnunar og Fiskistofu.“