- Advertisement -

Hvalveiðar til eilífar nóns?

„Þetta er bara ákvörðunin sem er búið að taka og við sitj­um uppi með hana. Ég held hins veg­ar að það sé mik­il­vægt líka að það sé fyr­ir­sjá­an­leiki í ákvörðunum og ákvörðun­ar­töku. Nú er þetta leyfi til fimm ára og við eig­um bara eft­ir að ræða þetta, bara hreint út sagt. Við eig­um eft­ir að ræða þetta leyfi,“ sagði Þorgerður Katrín í samtali við mbl.is um hvalveiðar.

Kem­ur það til greina af þinni hálfu, verði þessi rík­is­stjórn að veru­leika, að banna hval­veiðar með laga­setn­ingu?

„Ég bara vil helst ekki tjá mig um þetta. En ver­andi þeirr­ar skoðunar sem ég er, varðandi hval­veiðar, að þá er líka allt hringl, mér finnst það ekki ábyrgðarfullt – hringl í stjórn­sýslu.“

Hvað áttu við?

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Mér finnst fyr­ir­sjá­an­leiki fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki skipta máli. Við eig­um eft­ir að ræða þetta, við stelp­urn­ar. Það er svona aðeins áherslumun­ur á skoðunum til hval­veiða og við erum þar, en það er bara best að segja sem minnst í því eins og staðan er núna,“ seg­ir Þor­gerður.

Spurð hvort hval­veiðar séu því ekki for­gangs­mál seg­ir Þor­gerður:

„Við mun­um ræða þetta að sjálf­sögðu. En núna erum við að ræða þessa slöku af­komu sem þessi rík­is­stjórn skil­ur eft­ir sig og þess­ar nýj­ustu töl­ur frá fjár­málaráðuneyt­inu,“ seg­ir Þor­gerður.

Sem kunnugt er gaf Bjarni út hvalveiðileyfi til fimm ára sem endurnýjast sjálfkrafa á hverju ári. Þannig að leyfið verður alltaf til fimm ára.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: