Björn Leví Gunnarsson: „Ég ætla ekkert að draga vísindin í efa, að einfalda talningin virki sjálfbær. Ég ætla hins vegar að gera myndina dálítið stærri en að einblína bara á stofninn hérna í kringum Ísland. Pólitískt séð þá þarf að taka tillit til fleiri atriða þegar kemur að sjálfbærni veiðanna, það er að segja hvaða áhrif veiðarnar hafa á ýmislegt annað. Þegar sá útreikningur er tekinn með þá er ég sannfærður um að útkoman er í mínus fyrir Ísland.
Því, þó veiðarnar séu sjálfbærar fyrir langreyðarstofninn við Ísland þá eru þær ekki sjálfbærar fyrir Ísland.“