„Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins verður kallaður saman til fundar fyrir helgi, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, og verður hvalveiðibannið umfjöllunarefni fundarins.“
Þetta segir í Moggafrétt í dag. Svo kemur þetta:
„Fundurinn hefur þó ekki verið formlega boðaður enn.“
Næst er þetta: „Mikill kurr er meðal þingmanna flokksins vegna málsins og lét einn þingmaður þau orð falla í samtali við blaðið, að „oft hefði verið haldinn þingflokksfundur af minna tilefni.“
Framsókn slakar á
Mogginn talaði líka við Framsókn:
„Við erum ekki komin svo langt í þessu, þetta kom nú bara upp í gær,“ sagði Ingibjörg Isaksen, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, í samtali við Morgunblaðið, spurð um hvort hún hygðist boða þingflokk Framsóknar til fundar vegna hvalveiðibannsins.
„Við erum í þéttu samtali, þingmenn Framsóknarflokksins, eins og við erum alltaf,“ segir Ingibjörg og bætir því við að málið verði rætt í atvinnuveganefnd Alþingis þar sem þingmaður Framsóknarflokksins gegnir formennsku.
„Við metum stöðuna eftir það, geri ég ráð fyrir,“ sagði hún.