Fréttir

Hvaðan kemur flóttafólkið?

By Gunnar Smári Egilsson

September 14, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Mig grunar að fólk geri sér ekki almennt grein fyrir hvaðan flóttafólkið kemur, sem hér hefur fengið vernd eða mannúðarleyfi til dvalar hér. Hér er listi yfir þau lönd þaðan sem það fólk hefur komið, sem fékk vernd eða leyfi í fyrra og fyrstu sjö mánuði:

Ef við skiptum þessu upp í svæði þá eru flest flóttafólkið frá Suður-Ameríku (303), ívið fleiri en frá Norður-Afríku og Austurlöndum nær (300). Næst kemur Afríka sunnan Sahara (87), þá Evrópa (5), Austurlönd fjær (3) og ríkisfangslaus (1).

Það er augljóst af afgreiðslu umsókna að Útlendingastofnun vill gjarnan leysa flóttamannavanda við landamæri Venesúela, 283 sóttu um leyfi og 282 fengu vernd (99,6%), á meðan viljinn er minni til að hjálpa fólki frá stríðssvæðum sem rekja má til innrása og afskipta Bandaríkjahers (Írak, Afganistan, Sýrland, Líbýa, Jemen), 480 sóttu um leyfi og 192 fengu vernd (40,4%).