Ljósm.: Mark Cruz

Fréttir

Hvaða þingmenn keyra mest?

By Miðjan

September 27, 2017

Alþingi Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur spurt forseta Alþingis hver hafi verið mánaðarlegur og árlegur ferðakostnaður alþingismanna á árunum 2013–2016, skipt eftir kjördæmum viðkomandi en flokkaður eftir fargjaldi innan lands, dvalarkostnaði innan lands, leigubílum, bílaleigubílum og akstri samkvæmt akstursdagbók.

Ein spurninganna er þessi: „Hver var mánaðarlegur og árlegur aksturskostnaður sérhvers þeirra þriggja þingmanna sem fengu hæstu greiðslurnar samkvæmt akstursskýrslu á fyrrgreindu árabili í hverju kjördæmi?“

Og: „Hversu marga kílómetra óku þingmenn samkvæmt akstursdagbók á fyrrgreindu árabili og hver er heildarkostnaður samkvæmt almennu gjaldi, sérstöku gjaldi og torfærugjaldi, flokkað eftir fjölda þingmanna og kjördæmum?“