Hvaða tegund af steik er þetta?
Stjórnmál Oddný Harðardóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, er ekki hrifin af orðum Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðarráðherra, í gærkvöld þegar ráðherra tjáði sig um umleitanir Costco vegna vilja fyrirtækisins um að opna stórverslun á Íslandi.
Oddný skrifar á Facebook: „Iðnaðar- og viðskiptaráðherra tekur vel í hugmyndir fyrirtækis sem vill selja m.a. innflutt ferskt kjöt, lyf og áfengi í sömu búðinni. Talað er um slíka verslun í Garðabæ eða Reykjavík. REÁ: „Ég sé fyrir mér að við getum látið þetta ganga já, það eru augljóslega atriði sem þarf að greiða úr en á meðan þeir sýna þessu eins mikinn áhuga og mér finnst þeir gera þá erum við á þessum enda tilbúin til að gera það sem í okkar valdi stendur til að greiða úr þeim úrlausnarefnum sem fyrir hendi eru.“ Hvaða tegund af steik er þetta eiginlega? Er einn ráðherra Sjálfstæðisflokksins að keppast við að toppa vitleysuna í samstarfsflokknum?“