Sagði Pírata vera sammála verklýðnum.
„Píratar eru óvenjulegur stjórnmálaflokkur að því leyti að þrátt fyrir framboð í nokkrum kosningum og setu á þingi og í sveitarstjórnum árum saman er stefnan afar óljós og allt að því ósýnileg með öllu,“ skrifar Davíð í Staksteinum.
Nú pirrast ritstjórinn vegna þess að Halldóra Mogensen sagði Pírata standa með verkalýðsforystunni hvað varðar fjölda skattþrepa.
Davíð: „Stjórnmálaflokkurinn Píratar er með öðrum orðum búinn að útvista stefnumörkun sinni til verkalýðshreyfingarinnar, væntanlega af því að flokksforystunni finnst það hljóma vel þessa stundina. En hvers konar stjórnmálaflokkur er það sem bara styður kröfur einhvers félags eða einhverra félaga skilyrðislaust? Er einhver leið að taka hann alvarlega?“
Hér er hann eflaust að djóka. Alþjóð veit betur, alþjóð veit að Mogginn og Sjálfstæðisflokkurinn ganga sannanlega erinda síns styrktarfólks. Og leyna því bara hvergi.
Ekki þarf enn á ný að telja upp það augljósasta. Bara það allra nýjasta; veiðigjöldin og bankaskattinn.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki venjulegur flokkur og Mogginn ekki venjulegur fjölmiðill.