Stjórnmál

Hvaða rök finnur forseti Alþingis og aðrir stjórnarliðar núna?

By Miðjan

April 17, 2023

Helga Vala Helgadóttir skrifaði:

„Og áfram heldur þetta. „Ég bendi yður þó á að ég tel að um­rædd til­kynn­ing, eft­ir fram­an­lýsta breyt­ingu ráðuneyt­is­ins á henni, sé enn ekki fylli­lega í sam­ræmi við gild­andi rétt. Hef ég þá í huga að heim­ild­ir stjórn­valda til að birta upp­lýs­ing­ar að eig­in frum­kvæði leiða til þess að telja verður að birt­ing vinnu­skjala rík­is­end­ur­skoðanda sé þeim al­mennt heim­il.“ Nú er vert að rifja upp orð stjórnarþingmanna í þinginu á undanförnum vikum og mánuðum, löglærðra sem ólöglærðra, sem fullyrt hafa að það sé ólöglegt að birta greinargerðina og kalla hana vinnuskjal. Hvaða rök finnur forseti Alþingis og aðrir stjórnarliðar núna?“