- Advertisement -

Hvaða rekstur gengur ekki upp?

„…um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum…“

„Af koma ferðaþjónustunnar hefur verið að versna þótt fjöldi ferðamanna hafi aukist. Greinin er mannaflafrek og launagreiðslur stærstur hluti rekstrarkostnaðar,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ferðamálaráðherra í Fréttablaðinu um fyrirhugað eins dags verkfall Eflingar.

Þórdís ráðherrar virðist ekki skilja stöðuna. Það er margbúið að benda á að alvarlegri og verri staða er í rekstri láglaunafólks innan ferðaþjónustunnar. Hvernig sem það fólk reiknar gengur dæmið ekki upp. Einfalt.

„Það er verkefni aðila vinnumarkaðarins að leysa þetta og ég óska þeim góðs gengis og vona að þeim takist að greiða úr þessari flóknu stöðu. Á hinu tapa allir,“ segir Þórdís í blaðinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttablaðið talaði einnig við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar:

„Það eru um 700 manns sem munu taka þátt í vinnustöðvuninni þann 8. mars verði hún samþykkt. Í þessum hópi er meirihlutinn konur af erlendum uppruna sem eru að vinna líkamlega erfiða vinnu á smánarlaunum,“ sagði Sólveig Anna.

„Ástæða þess að þessi starfsstétt er valin er að hér er um að ræða jaðarsettasta hópinn á lélegustu laununum í grein sem hefur skilað miklum hagnaði síðustu ár. Þær tekjur hafa ekki runnið í vasa þeirra sem vinna vinnuna.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: