- Advertisement -

„Hvaða persónu er verið að vernda?“

Hvaða hafa menn verið að gera allan þennan tíma, spurði þingmaðurinn.

Þorsteinn Sæmundsson Miðflokki var fyrstur þingmanna í ræðustól Alþingis þegar þingið kom til starfa á ný. Þorsteinn vildi ræða fundarstjórn.

„Það hefur borið við að ráðherrar skili svörum við fyrirspurnum þingmanna seint og illa. Í dag erum við að fá í hendur svar við fyrirspurn sem var lögð fram 20. febrúar síðastliðinn um fullnustueignir seldar í eigu Íbúðalánasjóðs og svarið er fátæklegt. Þar er ekki að finna upplýsingar um þá sem keyptu, hvorki einstaklinga né fyrirtæki, eins og fyrirspurnin hafði gert ráð fyrir. Í svarinu segir, með leyfi forseta:

„Varðandi nánari tilgreiningu á kaupendum er nú unnið að því að afla álits Persónuverndar.“

Núna, í maí. Fyrirspurnin var lögð fram 20. febrúar sl. Hvað hafa menn í ráðuneytinu verið að gera allan þennan tíma? Ef vafi lék á um þetta, af hverju í ósköpunum var ekki búið að ganga úr skugga um hvort Persónuvernd þurfti að koma til skjalanna hér eða ekki? Hér er um að ræða upplýsingar sem er þinglýst hjá sýslumönnum. Þetta eru opinberar upplýsingar. Hér er um að ræða eignir sem er verið að selja sem ríkið á, sem Íbúðalánasjóður átti. Hvers vegna þessa leynd? Hvaða persónur er verið að vernda?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, tók undir með Þorsteini:

„Það sem fram kom áðan í máli háttvits þingmanns Þorsteins Sæmundssonar hlýtur að valda hæstv. forseta áhyggjum; að ráðuneytið leyfi sér að nálgast þingið á þennan hátt. Í fyrsta lagi að skila svari mörgum vikum, raunar mánuðum, eftir að ráðuneytinu bar að svara fyrirspurn hv. þingmanns. Í öðru lagi að þegar svarið berst loksins skuli menn ekki einu sinni svara spurningunni heldur bera fyrir sig tilvísun í persónuverndarlög. Ég segi eins og háttvirtur þingmaður Þorsteinn Sæmundsson: Ef sú er raunin, ef það er hin raunverulega ástæða fyrir því að svar berst ekki eftir allan þennan tíma, af hverju kom það ekki fram fyrr? Hvernig breyttist það á þessum langa tíma? Hvernig stendur á því að nú, mörgum mánuðum seinna, bera menn því fyrir sig að þeir geti ekki svarað spurningunni og vísa í persónuverndarlög?“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: