Gunnar Smári skrifar:
Þið sem viljið trúa á tilviljanir, að það sé ætíð tilviljun að Sjálfstæðisflokksmaður sé ráðinn útvarpsstjóri, hvað finnst ykkur um þessa tilviljun: Þegar látið var sem valið um stöðuna stæði milli þriggja umsækjenda voru þessi eftir: Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrum þingmaður VG, Karl Garðarsson, fyrrum þingmaður Framsóknar, og Stefán Eiríksson, sonarsonur Stebba Mogga á Akureyri, Vökustaur og augasteinn Björns Bjarnasonar þegar þeir voru í dómsmálaráðuneytinu. Til að hjálpa ykkur minni ég á að í ríkisstjórn eru áðurnefnt VG, áðurnefndur Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn, sem margt fólk hér á Facebook vill halda fram að Stefán tengist bara ekki neitt.
Er það ekki undarleg tilviljun að síðustu dagana, þegar samið var um hver fengi starfið (sum vilja trúa því að stjórn RÚV hafi ein setið á rökstólum), að þá hafi valið staðið á milli fulltrúa akkúrat þeirra flokka sem sitja í ríkisstjórninni. Getur það verið tilviljun? Í landi sem pólitískar ráðningar oft liðónýts og atkvæðalítils flokksfólks (nema þegar flokkurinn þarf þjónustu) hafa hálflamað allt ríkisvaldið?
Hugsið þetta aðeins. Hvað gerðist frá því að þessi þrjú voru ein eftir af umsækjendum og þangað til Stefán var valinn?
Og aukaspurning: Hvaða flokkur er aflmestur í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur?
Og önnur aukaspurning: Er Bjarni ekki enn búinn að skipa Gunnar Braga sem sendiherra?