Kristinn Hrafnsson skrifaði:
„Hvaða lenska er þetta á Íslandi að vilja hossa sér á bandarískum stríðshaukum? Mér er enn í fersku minni ógleðin yfir að sjá Katrínu Jakobsdóttur og Guðlaug Þór Þórðarson flaðra upp um Mike Pompeo, hér um árið. Hvaða snillingi fannst það algerlega tilvalið að fá Hillary, fyrrverandi utanríkisráðherra sem ber ábyrgð á algerri rústun Lýbíu, til landsins? Manneskjunni sem hló dátt í sjónvarpi yfir fréttunum af murkun lífs úr Gaddaffi með rýtingsstungum í endaþarm. Hvaða erindi á þessi kona á bókmenntahátið?
Verður Netanyahu boðið næst til að menningarþvo af sér þjóðarmorð.“