- Advertisement -

Hvað verður skaðinn mikill?

Sumir ráðherrar hafa leyft sér að fagna „endalokum“ í deilu þeirra við ljósmæður. Með öllu er óvíst að ljósmæður samþykki samkomulagið og annað sem er grafalvarlegt, er að þegar þetta er skrifað hefur ekki ein einasta ljósmóðir dregið uppsögn sína til baka. Geri þær það ekki er með öllu óþarft að fagna „endalokunum“.

Það er miklu frekar að þeir ráðherrar sem hæst láta núna eigi að horfa í eigin barm og finna hjá sér sök og ábyrgð hvernig málið þróaðist og hversu alvarlegt það er. Ráðherrarnir standa illa að vígi, sjálfir hafa þeir þegið himinháar launahækkanir en veigra sér ekki við að kúga annað fólk, fólk sem fer fram á agnarögn af því sem ráðherrarnir sjálfir fengu.

Því miður eru úrslitin ekki ráðin. Við megum ekki við því að þær ljósmæður sem hafa sagt upp láti af störfum. Það er eitt. Annað er að niðurstaðan er ekki fengin og fáist hún núna er hætta á að það verði þrátt fyrir að ljósmæður verði sáttar. Þá verður stutt í næstu átök.

Hugsanlega er fagnað of snemma. Það gerir í raun engir, nemar ráðherrar.

Sigurjón M. Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: