„Forystumenn stéttarfélaganna sögðu í aðdraganda samninga að þeir myndu berjast fyrir hag eldri borgara. Hvað varð um baráttuna?“
Þannig skrifar Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri, í grein sem Mogginn birtir eftir hann. Sigurði er umhugað um stöðu eldri borgara.
„Stéttarfélögin hefðu getað neitað að skrifa undir nema það væri tryggt að eldri borgara fengju sömu krónutöluhækkun. Það virðist því miður gleymast allt of oft að eldri borgarar voru í stéttarfélögum og greiddu áratugum saman félagsgjöld til síns stéttarfélags. Við eigum það því inni að stéttarfélögin hafi okkur með á sínum baráttulista. Það ættu menn að hafa í huga á baráttudeginum 1. maí,“ skrifar hann.