- Advertisement -

Hvað var Sigurður Ingi að reyna að segja?

Ríkisútvarpið hafði viðtal við  Sigurð Inga Jóhannsson um stöðu Iclendair. Sá  sem þetta ritar botnar hvorki upp né niður í hvað ráðherrann var að  fara.

Í fréttinni segir: „Samgönguráðherra segir að ríkisstjórnin skoði nú hvernig framhald hlutabótaleiðarinnar verði.  

En menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þetta er líka fordæmalaust fyrir ríkisvaldið. Við erum ekki að taka þessa fjármuni úr ríkissjóði. Við erum að ganga á lánalínur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

„En menn verða líka að gera sér grein fyrir því að þetta er líka fordæmalaust fyrir ríkisvaldið. Við erum ekki að taka þessa fjármuni úr ríkissjóði. Við erum að ganga á lánalínur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er ríkisstjórnin að fara að koma Icelandair til bjargar?

„Við höfum fylgst með því sem, stöðunni hjá Icelandair. Það kom fram upphaflega að þeir væru mjög vel fjármagnaðir með eigið fé og gætu einmitt þolað þó nokkra mánuði. Svarið við spurningunni er að þessi verkefni eru öll hjá stjórn félagsins, hjá hluthöfunum, hjá stjórninni og hjá fyrirtækinu sjálfu. Við hjá ríkisvaldinu höfum fyrst og fremst verið að fylgjast með,“ segir Sigurður Ingi.

Þannig að ríkið er ekki að fara að koma og greiða laun í uppsagnarfresti hjá Icelandair?

„Við höfum verið að skoða þessa hlutastarfaleið,“ segir Sigurður Ingi.

Stefnt sé að niðurstöðu í næstu viku.

En getur ríkið komið og farið að greiða laun rúmlega 3000 manns í þrjá mánuði?

„Við þurfum að greina hver staðan er. Það er alveg ljóst að ríkið getur ekki haft alla launamenn í landinu á launum hjá ríkinu og það á lánum. Það munum við sjálf þurfa að greiða sem samfélag aftur. Við þurfum líka hins vegar að gera okkur grein fyrir hver sá kostnaður er ef allir verða atvinnulausir. Það er líka kostnaður sem samfélagið þarf að bera. Þannig að það er ekki auðvelt að finna leiðina og við ætlum að greina hana sem best áður við komum með tillögur um  hvað sé best að gera,“ segir Sigurður Ingi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: