Hvað var Bjarni að fela?
„Hvað varð svo um kjararáð? Hæstvirtur fjármálaráðherra lagði kjararáð niður og í lögum um það var ákvæði um að öllum gögnum ráðsins yrði eytt snarlega. Jóhanna og Steingrímur létu sér duga að setja bann við að nokkur sæi gögn stjórnar sinnar næstu 110 árin, þau eru víst vel varðveitt. Var verið að fela eitthvað?“
Þetta segir meðal annars í fróðlegri grein sem Gunnar Kr. Gunnarsson ellilífeyrisþegi skrifar og birt er í Mogga dagsins.
(Fyrir teljendur. Þetta er fyrsta grein dagsins og í henni er Bjarna Ben getið).