Fréttir

Hvað vakir fyrir forsætisráðherra?

By Miðjan

March 17, 2016

ALÞINGI „Hvað vakir fyrir ráðherra með endurteknum yfirlýsingum um að til greina komi að nýr Landspítali rísi annars staðar en við Hring­braut í Reykjavík þó svo að undir­búningur þar sé í fullum gangi og framkvæmdir þegar hafnar, með byggingu sjúkrahótels og byggingu fyrir jáeindaskanna?“

Þannig spyr Steingrímur J. Sigfússon forsætisráðherra og bíður nú svars.

Steingrímur vill fá að vita meira. Til dæmis hversu lengi ráðherra telur að bygging nýs Landspítala mundi tefjast yrði hætt við núverandi byggingaráform og leit hafin að öðrum stað fyrir sjúkrahúsið, og hvort Sigmundur Davíð hafi látið meta líklegan byggingarkostnað nýs sjúkrahúss á annarri lóð en Hring­brautarlóðinni og hversu mikill munur væri á kostnaði við slíka nýbyggingu og byggingu sem risi við Hring­braut og tengdist húsum sem þar eru fyrir og nýtast áfram og að endingu hvort forsætisráðherrann hafi augastað á fleiri stöðum sem líklegum Landspítalalóðum en Vífilsstöðum og lóð útvarpshússins við Efstaleiti í Reykjavík sem hann hefur nefnt í þessu sambandi?