- Advertisement -

Hvað þolir borgin marga ferðamenn?

Stjórnmál „Nauðsynlegt er að skilgreina og skoða þolmörk ákveðinna svæða í margvíslegu samhengi. Til dæmis hvað varðar fjölda gistirýma á ákveðnum reitum eða hverfum sem hlutfall af íbúafjölda eða hvort gera verði frekari ráðstafanir hvað varðar fólksflutninga inn í gróin hverfi að næturlagi. Meta þarf hvaða áhrif breytt samsetning samfélagsins hefur á lífsgæði íbúa, verslun, þjónustu og aðra mikilvæga þætti borgarsamfélagsins og greina hvort ástæða sé til inngripa.“

Þetta segir í tillögu Sjálfstæismanna í borgarráði.

Í tillögunni segir einnig: „Borgarráð samþykkir að beina því til menningar- og ferðamálaráðs að hefja strax endurskoðun á ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar í ljósi þess að þær forsendur sem stefnan byggir á hafa þróast með öðrum hætti en gert var ráð fyrir. Í stefnunni var gert ráð fyrir að fjöldi ferðamanna nálgaðist milljón árið 2020 en raunin varð sú að fjöldinn var um milljón árið 2012 og eykst enn. Mjög mikilvægt er að Reykjavíkurborg hefji strax stefnumótun að nýju.“

Tillagan fékk ekki framgang, allavega ekki að sinni, umfjöllun var frestað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: