Fréttir

Hvað seldi Kristján?

By Miðjan

April 19, 2018

Guðmundur Kristjánsson í Bfrimi keypti drjúgan hlut í HB Granda fyrir nærri 22 milljarða, mest af Kristjáni Loftssyni. Kristján sagði í einhverju viðtali í dag að hann hafi fengið tilboð sem ekki var hægt að hafna, eða eitthvað á þá leið.

En hvað seldi Kristján fyrir alla þessa peninga? Skip, frystihús og rekstur? Eflaust, en hvað ætli hann hafi fengið mikið fyrir þá tíund sem HB Grandi hefur aflaheimildum úr sameign þjóðarinnar?