- Advertisement -

Hvað segir Samherja-hneykslið okkur?

Gunnar Smári skrifar: Hvað segir Samherja-hneykslið okkur?

  • 1. Íslenskir kvótagreifar múta stjórnmálafólki og embættismönnum til að fá aðgengi að auðlindum almennings og greiða fyrir það hrakvirði.
  • 2. Samherji gerir ekki út á hinn svokallaða markað, frekar en önnur stórfyrirtæki. Starfsemi þess snýst um að komast yfir eignir almennings í gegnum spillt stjórnvöld. Eigendur stórfyrirtækja auðgast á að arðræna almenning í skóli spilltra stjórnvalda.
  • 3. Stór hluti af arðráni auðvaldsins er dreginn upp úr samfélögunum, fluttur burt og falinn í aflöndum.
  • 4. Í Namibíu er uppljóstrurum veitt vernd en ekki hér. Kvótakerfið þar á að tryggja að almenningur fái sannvirði fyrir auðlindir sínar, en svo er ekki hér. Ráðherrar segja af sér vegna tengsla við Samherja í Namibíu en ekki hér. Samherji greiðir hærra verð fyrir kvótann yfir borðið í Namibíu en íslenskt stjórnmálafólk innheimtir fyrir hönd almennings fyrir íslenskan kvóta. Ísland er á lista yfir ríki sem ekki hafa varnir gegn peningaþvætti og skipulagðri glæpastarfsemi, en ekki Namibía. Mútur kvótagreifa til stjórnmálafólks hafa verið afhjúpaðar í Namibíu, en ekki hér (en í rannsóknarskýrslu Alþingis kom fram hvernig einkabankarnir báru fé á stjórnmálafólk).
  • 5. Í umræðum á þingi og í fjölmiðlum eftir sýningu Kveiks á Samherja-málinu hefur komið í ljós að stærsti hluti þingheims er á sömu línu: Þetta er einangrað mál í útlöndum, tengist samskiptum kvótagreifa við íslenskt stjórnmálafólk ekki neitt, eigi að vera til meðferðar hjá saksóknara og eigi ekkert erindi inn í almenna pólitíska umræðu. Þetta er fólkið sem þiggur mútur eða tekur línuna frá þeim sem það gera.
  • 6. Ísland er frumstætt lýðræðisríki þar sem þau sem komist hafa yfir auðlindir almennings hafa öll völd. Það kallast kleptocracy, þjófræði.

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: