„Hafa verið lagðar stjórnvaldssektir af hálfu Neytendastofu á svokölluð smálánafyrirtæki?“
Það er Ólafur Ísleifsson sem spyr Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um þetta og hann spyr einnig:
„Ef svo er, hvaða fyrirtæki eiga í hlut og í hverju felast þau brot sem sektað er fyrir? Hverjar eru fjárhæðir umræddra stjórnvaldssekta og hvenær voru þær lagðar á? Hafa umræddar stjórnvaldssektir verið greiddar? Ef svo er ekki, til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að tryggja innheimtu þeirra?“
Ólafur bíður svars.
Þú gætir haft áhuga á þessum