Gunnar Smári skrifar:
Grasrót Sjálfstæðisflokksins stendur upp í hárinu á forystunni vegna 3ja orkupakka Evrópusambandsins, prinsippmáls en varla grundvallarmáls. Gott hjá grasrót Sjálfstæðisflokksins, hún er sprelllifandi þótt gömul sé orðin, grá og örugglega stirð og minnissljó; en hún berst eins og ljón.
En hvað með grasrót VG? Er hún dauð? Eða lætur hún sem hún sé dauð (það gera rollur stundum þegar refurinn nálgast, skella sér á bakið og setja fæturna upp í loft; þykjast vera dauðar)? Endurkoma Bandaríkjahers, virkjun Hvalár, sala bankanna, uppkaup erlenda auðkýfinga á íslenskum bújörðum … halló, er einhver heima? Halló!