- Advertisement -

Hvað les ritstjóri Moggans?

Jafnvel á öllum deildum spítalans er yfir hundrað prósent nýting. Sem segir okkur að stöðugt eru sjúklingar látnir liggja á göngum, í geymslum, á salernum og hvar sem við verður komið.

-sme

Heilbrigðismál „Heil­brigðis­kerfið er gott, en það þarf að verða miklu betra. Til þess eru all­ir kost­ir.“

Þetta er bein tilvitnun í leiðara Moggans í dag. „Heil­brigðis­kerfið er gott.“ Fréttir síðustu daga benda til allt annars. Það stórvantar lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Biðtími eftir að fá bara samtal við lækni eru langir. Jafnvel margar vikur. Fyrir veikt fólk er það bagalegt.

Slysadeild Landspítalans er yfirfull alla daga. Slasað fólk og mikið veikt þarf að bíða í vondri og óvistlegri móttöku klukkustundum saman. Ástandið þar er bagalegt. Það er svo slæmt að fólk er beðið um að koma ekki þangað nema það sé illa veikt eða slasað.

Biðtímarnir hjá Læknavaktinni eru ámóta.

Jafnvel á öllum deildum spítalans er yfir hundrað prósent nýting. Sem segir okkur að stöðugt eru sjúklingar látnir liggja á göngum, í geymslum, á salernum og hvar sem við verður komið.

Víða á landinu er ástandið ekki skárra. Heilbrigðiskerfið er nánast rústir einar. Hvar sem skoðað er. Þá skrifar fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri að: „Heil­brigðis­kerfið er gott.“

Hrein og klár öfugmæli. Og það ekki í fyrsta sinn.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: