- Advertisement -

Hvað höfum við lært?

Þórdís Kolbrún og Kolbeinn Óttarsson Proppé.

Þingmaðurinn Kolbeinn Óttarsson Proppé steig í ræðustól og spurði ferðamálaráðherrann, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur um framtíð ferðaþjónustunnar.

„Við höfum rætt um að hér verði að viðhalda ferðaþjónustu af því að ferðaþjónustan verður viðspyrna okkar út úr vandanum. Við höfum farið yfir efnahagslegar stuðningsaðgerðir við ferðaþjónustuna sem mörgum hverjum hefur verið tekið mjög vel innan greinarinnar og er mjög gott að séu komnar, en hvernig sjáum við þá ferðaþjónustu fyrir okkur sem kemur út úr þessu ástandi? Munum við stuðla að því að byggja upp umhverfisvænni og græna ferðaþjónustu? Hvernig sér ráðherra sem er líka ráðherra nýsköpunarmála fyrir sér samtengingu þar á milli?“

„Núna er líka tíminn til að spyrja: Hvað lærðum við af því? Hvað viljum við gera betur núna? Á hverju viljum við byggja? Hvað viljum við mögulega gera öðruvísi? Allar aðrar aðgerðir stjórnvalda, til að mynda aukinn stuðningur við rannsóknir og þróun nýtist auðvitað ferðaþjónustunni. Við þurfum að nýta þann tíma ofboðslega vel sem við höfum núna til að vinna hratt til þess einmitt að ákveða hvað við viljum gera betur og nýta þær aðgerðir til að gera okkur samkeppnishæfari og sterkari,“ sagði Þórdís Kolbrún, meðal annars í svari sínu sem og þetta:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þess vegna finnst mér gott, þrátt fyrir að við séum á erfiðum tímum núna, að það eru allir sammála um að byggja ferðaþjónustuna upp að nýju og við erum með leiðarljósin þannig að nú höfum við tækifæri til að hreyfa okkur jafnvel hraðar í þeim efnum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: