Jón Gunnarsson hefur spurt umhverfisráðherra hver kostnaður vegna rammaáætlunar hefur verið frá árinu 2009. Jón vill fá sundurliðað svar eftir árum og eftir stofnunum og ráðuneytum? „Óskað er eftir því að svör taki mið af öllum kostnaði vegna verkefnisins í heild, jafnt beinum sem óbeinum kostnaði, svo sem vegna verkefnastjórnar, faghópa og aðkeyptrar þjónustu.“