- Advertisement -

Hvað gerir Vg á morgun?

Vg þykir það meira aðkallandi að aflétta öllum gjöldum af milljarða viðskiptum nokkurra kvótagreifa.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Í fyrradag stóðu þingmenn flokksins á öndinni í hneykslun yfir því að Samherjakrakkarnir væru að erfa milljarðaréttindi, til að fénýta sameiginlega þjóðarinnar. Um var að ræða beina afleiðingu af kerfi sem Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vg ber mestu sök á af nokkrum þingmanni þjóðarinnar fyrr og síðar.

Í gær ákváðu þingmenn flokksins að fella niður stimpilgjöld á útgerðina sérstaklega. Í sjálfu sér styð ég að fella niður stimpilgjöld, en það er furðulegt að setja útgerðaraðilinn í forgang, sem hneykslast er á deginum áður. Á sama tíma þarf fólk sem er að kaupa sér þak yfir höfuðið að greiða gjöldin eftir sem áður. Venjulegt fólk sem er að kaupa sér fasteign fyrir um 50 milljónir kr. þarf að greiða 400 þús. kr. í stimpilgjöld til ríkissjóðs. Vg þykir það meira aðkallandi að aflétta öllum gjöldum af milljarða viðskiptum nokkurra kvótagreifa, en að koma á móts við Jón og Gunnu í Grafarvoginum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Er það hugsjón Vg að hygla sérstaklega 0,1% þjóðarinnar?

Það er eðlilegt að spyrja upp á hverju þingmenn Vg taka á morgun – verður það að banna alla skatta sérstaklega á útgerðina eða banna verkföll?



Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: