- Advertisement -

Hvað gerðist í þinginu í gær?

Helga Vala Helgadóttir skrifar:

Þórður Snær Júlíusson er ansi glöggur greinandi og kjarnar hér í greininni það sem átti sér stað.

Ég hef hins vegar þetta að segja:
Í stuttu máli þá hafði hlutabótaleið farið af stað nánast án skilyrða. Þó var alveg ljóst að fyrirtæki áttu að vera í verulegum rekstrarvanda ætluðu þau að nýta sér leiðina. Það var tilgreint í greinargerð með frumvarpinu og öllum ræðum. En Vinnumálastofnun var og er ekki gefið nauðsynlegt tækifæri til að hafa rauntímaeftirlit með þeim fyrirtækjum sem setja starfsfólk á hlutabætur. Vinnumálastofnun gerði stjórnvöldum skýra grein fyrir að stofnunin hefði ekki burði til þess fyrr en í haust eða vetur. Það er ákvörðun stjórnvalda að hafa það þannig.

Gott og vel. Slagurinn í gær stóð um það að þessi tvö frumvörp um hlutabætur annars vegar og uppsagnarleið hins vegar hvetja fyrirtæki til uppsagna og setja stíf skilyrði algjörlega óháð stærð fyrirtækja og umfangi stuðnings við þau og starfsfólk þeirra í hlutabótaleið. Það er ólíkt því sem gert er í nágrannaríkjum. Mér fannst skrítið að sjá stærstu launþegahreyfingu landsins, ASÍ, gefa þessum úrræðum fullt lögmæti með stuðningi sínum og það var beinlínis byggt á þeim stuðningi í afstöðu meirihluta í þinginu. Önnur verkalýðsfélög stigu mun varlegar til jarðar, BHM og BSRB komu með frekari vangaveltur um samspil úrræða og áhrif á mismunandi stöðu fólks eftir stærð fyrirtækja. Slíkar vangaveltur bárust svo þinginu í niðurlagi erindis frá ASÍ í gærmorgun. Þar var talað um að slys væri í uppsiglingu vegna samspils úrræða hvort á annað og hvatningar til uppsagna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Mín afstaða var skýr. Við eigum að gera allt til að vernda ráðningarsamband fólks og fyrirtækja. Það býr til hvata til að fá starfsfólkið aftur inn hægt og rólega eftir því sem hagur fyrirtækja vænkast. Þegar búið er að segja fólki upp þarf að taka sérstaka ákvörðun um að ráða það aftur í stað þess að halda starfsfólki fáu og draga þannig saman launakostnað. Hlaða frekar verkefnum á þá sem fyrir eru. Þarna er líka stór þáttur sá að í uppsagnarleið geta fyrirtæki fullnýtt starfskrafta starfsfólks síns í uppsagnarfresti en bara hlutfallslega (25% +) í hlutabótaleið.

Ég hefði farið aðra leið. Ég hefði gert allt til að styrkja hlutabótaleiðina, lengja hana, eins og er gert víða um Evrópu (12-13 mánuði) og jafnvel leyfa fyrirtækjum að fara enn neðar í starfshlutfalli. Svo mátti leika sér með það hvernig ætti að fara að varðandi nýtingu starfskrafta þeirra sem eru í hlutastarfi. Það hefði mátt búa til eitthvað kerfi í kringum það. Svo hefði ég sett mismunandi skilyrði eftir fyrirtækjum og fjármagni styrkja. Það er sérstakt að setja sömu ströngu skilyrðin fyrir fyrirtæki sem setur 1000 manns í hlutastarf og þau sem setja 1-5 starfsmenn í hlutastarf. Annað fyrirtækið fær stuðning að fjárhæð +3 milljónir, hitt +900 milljónir. Með þessu fannst mér stjórnarmeirihlutinn, svo ég vitni í vinkonu mína Hanna Hanna Katrín Friðriksson í Viðreisn, vera að skjóta maur með fallbyssu. En verði þeim að góðu. Þetta er jú á þeirra ábyrgð og við reyndum allt hvað við gátum


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: