- Advertisement -

Hvað gera aðrar þjóðir?

Smári McCarty skrifaði:

Ég er búinn að vera að skoða efnahagsleg viðbrögð nokkurra nágrannaríkja. Nokkrir punktar út í kosmósið:

– Ég hef talað um í nokkur ár að við hefðum gott af því að hafa þróunarbanka, eins og flest nágrannalöndin okkar. Nú kæmi slíkur banki sér heldur betur vel. Þýska „bazúkkan“ snýst um að veita lán úr sínum þróunarbanka (KfW) til að halda litlum og meðalstórum fyrirtækjum á floti. Kannski ætti ríkisstjórnin að hætta með þetta „seljum Íslandsbanka“ blæti sitt og í stað þess gefa honum aukið hlutverk sem þróunarbanka, eða hreinlega stofna nýjan.

– Mér finnst hugmynd Þjóðverja líka góð, að tryggja freelance fólki og listamönnum tekjur meðan á þessu stendur. Sá hópur er í meiri hættu á tekjumissi en margir aðrir, og eru ólíklegir til að hafa aðgang að „uppsagnarfresti“.

– Nokkrar fínar hugmyndir frá Noregi: Heimild til að nýta skattalegt tap í ár á móti hagnaði í fyrra. Afnám flugfarþegaskatta (væntanlega verið að tryggja Avinor aðrar tekjur á móti).

– Danmörk er að takmarka dráttarvexti á greiðslum sem er frestað og seinka greiðslum á staðgreiðslu skatta um 3 mánuði. (Við bjuggum til 30 daga svigrúm fyrir helgi).

– Það hafa nokkur lönd farið þá leið að láta ríkissjóði sína kaupa eitthvað af „lélegum“ skuldum frá fjármálakerfinu í þeim tilgangi að gefa bönkum meira svigrúm til að lána þeim sem þurfa á því að halda. Ég held að það þurfi að fara varlega í slíkt, en það er ekki alslæm hugmynd.

– Ég hef áhyggjur af „Reykjavíkur-fókus“ í viðbrögðum ─ þótt heilsufarsleg áhrif veirunnar eru minni utan Reykjavíkur enn sem komið er má gera ráð fyrir að efnahagsleg áhrif verði töluvert meiri. Það þarf einhverskonar innspýtingu þar.

… auðvitað er fleira sem kemur til, og ekki víst að þetta dugi. Ég bíð spenntur eftir að sjá tillögur ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Vonandi eru flestir að hugsa á svipaðan hátt.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: