Þóroddur Bjarnason prófessor skrifaði:
Ég vil ekki spilla partíinu sem verður haldið til heiðurs Íslendingi númer 400.000 en…
…. þetta er samt bara fjöldi þeirra sem eru með lögheimili á Íslandi. Það þýðir að hér vantar 49 þúsund íslenska ríkisborgara sem eru með lögheimili erlendis, og að á móti eru hér taldir með erlendir ríkisborgarar sem dvelja hér í skamman tíma og hvorki þau sjálf né önnur myndu líta á sem Íslendinga.
Þannig að hvað eru Íslendingar margir? Ef skilgreiningin á Íslendingi er að eiga lögheimili hér á landi er sá fjöldi vissulega að detta í 400.000. En það væri hægt að skilgreina það þrengra eða víðar.
Aðrar skilgreiningar gætu til dæmis verið:
- Íslenskir ríkisborgarar búsettir á Íslandi: 324.000
- Íslenskir ríkisborgarar óháð búsetu: 373.000
- Allir íslenskir ríkisborgarar óháð búsetu og allir erlendir ríkisborgarar með lögheimili á Íslandi: 444.000
Vá hvað það yrði samt óspennandi fyrirsögn:
ÍSLENDINGAR ORÐNIR 324.000-444.000, EÐA EITTHVAÐ SVOLEIÐIS!