Gunnar Smári skrifar:
Nú er skatturinn er krefja húsfélög og almenn félagasamtök um sannanir fyrir því hver sé raunverulegur eigandi þessara fyrirtækja. Ætla mætti að slík félög hefðu valdið fjármálahruninu en ekki félög hinna ofsaríku. Þessi rassía nær einnig til þeirra … en þó ekki. Ef Hr. Ofsaríkur aflandsprins á hlutafélag þá gengur hann svo frá því að það félag sé í eigu annarra hvar ekkert félag á meira en 1/4. (Eða eins og stendur í leiðbeiningunum „… ef ekki er mögulegt að finna raunverulegan eiganda vegna svo dreifðs eignarhalds að engir einstaklingar eiga eða stýra lögaðila eða ef vafi leikur á um eignarhaldið, skal sá einstaklingur eða einstaklingar sem stjórna starfsemi lögaðilans teljast raunverulegir eigendur.“) Þá þarf ekki að tilgreina raunverulegan eigenda þeirra fyrirtækja heldur er nóg að þá sé tilgreint hverjir sitja í stjórn og hver sé framkvæmdastjóri. Það eru oft á tíðum eitthvert lið sem tekur smáþóknun fyrir slíka þjónustu við Hr. Ofsaríkan aflandsprins. Ég veit ekki, en eruð þið ekki orðin leið á þessu? Þessu linnulausa böggi og kvappi hins opinbera á venjulegu fólki og helst þeim sem lítið sem ekkert eiga, á meðan ætíð er tryggt að fólkið sem á mest þarf ekki að beygja sig undir nein lög, ekkert eftirlit? Hvað er annars að frétta af handtökum Samherjamanna?