Greinar

Hvað er að gerast á Mogganum?

By Miðjan

September 10, 2020

Er Mogginn að missa sig? Er verið að slíta naflastrenginn? Sem alkunna er er Mogginn háður ótrúlega mikilli peningagjöf eigenda sinna. Þeir hafa verið ósparir á peninga til útgáfunnar. Þegar Mogginn var endurreistur eftir hrun var tekið fram að markmið nýrra eigenda væri að verja kvótakerfið, gæta þess að Ísland færi ekki í Evrópusambandið og að berjast gegn breytingum á stjórnarskrá. Nýju og ríki eigendurnir ætluðu sér að gæta að þessu og Mogginn er þeirra baráttutæki.

Í Staksteinum dagsins segir:

„Verra er með suma einka­rekna fjöl­miðla á Vest­ur­lönd­um sem auðmenn eða áróðurs­menn ná að nota til æs­inga, óhróðurs, spill­ing­ar eða skemmd­ar­verka.“ Smellpassar við Moggann.

Hefur ritstjórnin loks risið upp gegn hinum ríku eigendum sínum? Hvað verður þá um markmiðin þrjú; kvótann, ESB og stjórnarskrána? Á að slaka á klónni?

Nei, því miður ekki. Staksteinar nýta sér skrif „Frjáls lands“ þar sem fjallar er um BBC og nýjan útvarpsstjóra þar á bæ. Óspennandi skrif. En ritstjóri Moggans ætlaði að nýta sér þau til að koma enn einu högginu á Ríkisútvarpið. En hittir sjálfan sig illilega fyrir. Um Ríkisútvarpið segir í Staksteinum: „Skipt hef­ur verið um stjóra á „RÚV“ oft­ar en einu sinni, en aldrei kem­ur nýr.“