Oddný Harðardóttir skrifar:
Hvað á að kalla ríkisstjórn sem hefur unnið gegn stöðu launamanna á erfiðum tímum með því að neita því að stuðningur ríkissjóðs í uppsagnarfresti sé háður skilyrði um endurráðningu í starfsaldursröð og kynnt með því undir ósætti á vinnumarkaði?
Ríkisstjórn sem hefur gert það mögulegt að fyrirtæki með tengsl við skattaskjól fái stuðning frá skattgreiðendum?
Ríkisstjórn sem hefur hunsað hagsmuni neytenda, látið undan kröfum Samtaka atvinnulífsins um stóra samruna og gefið fyrirtækjum sjálfdæmi um samráð á markaði með breytingum á samkeppnislögum?
Ríkisstjórn sem neitað hefur alfarið að gera kröfur til stærri fyrirtækja um aðgerðir í loftslagsmálum samfara ríkisstuðningi þegar loftlagsváin er stærsta sameiginlega verkefni mannkyns?
Hvað á að kalla slíka ríkisstjórn?