Mynd: sme/Miðjan.

Stjórnmál

Húsnæðisuppbyggingar eftir þörfum businesskarlanna í Sjálfstæðisflokki

By Ritstjórn

May 15, 2021

Gunnar Smári:

Hér er húsnæðisuppbygging að hætti Sjálfstæðisflokksins; aðeins byggt fyrir hin betur settu. Um 25% fólks sem kemst ekki inn á hinn villta húsnæðismarkað (sem hefur það að markmiði að auka hag verktaka og braskara) og þau 25% sem komast inn, en sem munu missa húsnæði sitt í næstu kreppu kapítalismans, geta búið annars staðar (Garðabær sendir fátækt fólk til Reykjavíkur, er enn staddur á miðöldum að þessu leyti). Á landsvísu er þetta stefna sem segir; ef þú getur ekki lifað af lágum launum með háan húsnæðiskostnað geturðu flúið land. Við flytjum þá inn fólk sem sættir sig við launin og ástandið á húsnæðismarkaði. Og ef það dugar ekki þá leigjum við okkur verkafólk og látum það búa í verstöð (það virkar vel í Saudí Arabíu, segir Sjálfstæðisflokksfólkið, þar höfum „við“ það gott þótt undirstéttin sé ekki hluti samfélagsins).

Við þurfum að snúa þessu við. Ná völdum og láta ríkisvaldið og sveitarfélögin byggja upp samfélag eftir þörfum almennings. Businesskarlar í Sjálfstæðisflokknum verða þá að taka ákvörðun um hvort þeir vilji lifa og starfa hér, í samfélagi jöfnuðar og réttlætis, eða flytja burt og stunda sinn sóðabusiness annars staðar (ef einhver vill taka við þeim; Noregur hefur sagt nei, Færeyjar sagt nei og Namibía sagt nei).

En svona vitleysa, þar sem sveitarstjórnir hanna húsnæðisuppbyggingu eftir þörfum businesskarlanna í xD og sem aðeins helmingur landsmanna getur lifað við, verður að linna. Undirbúum framboð í Garðabæ og förum að vinna.