- Advertisement -

Húsnæði fyrir suma? Aðgerða er þörf!

„Ofan í skerðingar á barna- og húsnæðisbótum og rýrnun persónuafsláttar síðustu ár hafa aðstæður á húsnæðismarkaði haft grafalvarlegar afleiðingar fyrir kjör almennings. Tekjulágir sitja fastir í óöryggi tímabundinna leigusamninga og hömlulausra hækkana á leiguverði. Fjórðungur barnafjölskyldna í leiguhúsnæði á von á því að missa húsnæði sitt á næstunni.  Sparnaður er fjarlægur draumur fyrir marga og nálarauga greiðslumatsins er svo enn önnur hindrunin fyrir fólk sem jafnvel hefur staðið skil á himinháum leiguupphæðum um árabil.“

Þetta má lesa í grein sem Sara Öldudóttir, sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi skrifar, um stöðuna á húsnæðismarkaði.

„Staða erlends fólks á húsnæðismarkaði er sérstaklega veik og gera þarf átak í að tryggja aðbúnað farandverkafólks sem hingað kemur. Kaldhæðnislegt er að farandverkafólk, sem er sérlega illa statt í húsnæðismálum, kemur oftar en ekki hingað til lands til þess að vinna við að reisa öðrum húsnæði.“ Skrifar hún enn fremur.

Húsnæði fyrir alla, eða bara fyrir suma?

Þú gætir haft áhuga á þessum
Ísland á nú Norðurlandamet í hlutfalli fólks á lágum launum sem er að sligast undan húsnæðiskostnaði. Það er búið að þinga um málið – nú er komið að aðgerðunum!

Íbúðalánasjóður og velferðarráðuneytið efndu til húsnæðisþings sem haldið var á Hótel Nordica þriðjudaginn 30. október. Lögfesting þess sem árlegs viðburðar og nýtilkomin stefnumörkun og áætlanagerð í húsnæðismálum bendir til þess að stjórnvöld séu að vakna til vitundar um málaflokkinn. Því miður þurfti til þess vondan draum — martröð tekjulágra og viðkvæmra hópa á íslenskum húsnæðis- og leigumarkaði. Í titli þingsins þótti ástæða til að undirstrika sérstaklega að húsnæði eigi að vera „fyrir alla“. Eins og Ólafía Hrönn Jónsdóttir benti á í erindi sínu er titilinn afhjúpandi fyrir núverandi ófremdarástand þar sem húsnæði er aðeins „fyrir suma“!

Ábyrgð hins opinbera mikil

„Flestir eru sammála um að nú er brýn þörf á því að veita ungu fólki aukna aðstoð við kaup á fyrstu eign. Þó er einnig ljóst að hluti fólks vill frekar leigja en kaupa húsnæði og aðgengi að leiguhúsnæði er nauðsynlegt erlendu verkafólki sem að dvelur tímabundið á landinu. Það þarf að hætta að nálgast leigumarkað sem afgangsstærð í húsnæðismálum og tryggja lagaleg réttindi leigjenda til framtíðar,“ skrifar Sara.

Ísland á Norðurlandametið

Sú greiningarvinna sem nú fer fram hjá Íbúðarlánasjóði er mikilvægur grundvöllur að því að snúa við óheillaþróuninni í húsnæðismálum. Bæta þarf verulega í aðgerðir ríkisstjórnarinnar, umfram það sem samið var um í tengslum við síðustu kjarasamninga. Samhæfðra aðgerða er þörf á öllum stigum húsnæðiskerfisins með aðkomu ríkisvalds, sveitarfélaga, lífeyrissjóða auk aðila vinnumarkaðarins. Það sjónarmið endurspeglaðist í erindum þeirra sem komu fram á húsnæðisþingi. Kröfugerðir almenns verkafólks og verslunarmanna vegna komandi kjarasamninga kveða á um nákvæmlega það.

Ísland á nú Norðurlandamet í hlutfalli fólks á lágum launum sem er að sligast undan húsnæðiskostnaði. Það er búið að þinga um málið – nú er komið að aðgerðunum!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: