- Advertisement -

Húsfyllir á kvótafundi á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson skrifar:

Fór í gær á hörkufund hér á Akranesi sem bar heitið „kvótann heim“ og það er skemmst frá því að segja að það var nánast húsfyllir.

Eins og flestir vita þá hefur núverandi fyrirkomulag við stjórn fiskveiða gert það að verkum að nánast allur sjávarútvegur í sjálfum bænum sem kallaður var Skipaskagi lagst af.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég tók til máls og fór yfir hvað hefur gerst í veiðum og vinnslu á Akranesi eftir að Haraldur Böðvarsson & co sameinaðist Granda árið 2004.

Ég byrjaði á því að nefna að það væri grátbroslegt og í raun nöturlegt að sjávarútvegsrisinn Haraldur Böðvarsson sem var stofnaður árið 1906 og hafði því lifað af tvær heimsstyrjaldir skyldi hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir græðisvæddu fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða.

Ég fór einnig yfir að árið 2004 hafi um 350 manns starfað við veiðar og vinnslu hjá HB & co hér á Akranesi og hafi fyrirtækið greitt um 2,2 milljarða í laun, en núvirt eru það um 4,7 milljarðar í launagreiðslur. Hugsið ykkur að 7500 manna samfélag eins og Akranes missti nánast á einni nóttu fyrirtæki úr sínu samfélagi sem greiddi núvirt 4,7 milljarða í laun. Haraldur Böðvarsson var einn stærsti launagreiðandi á Vesturlandi fyrir sameiningu við Granda.

Ég fór einnig yfir að um 170 þúsundum tonna hafi verið landað á Akranesi 2004 og Akranes hafi verið þriðja stærsta vertíðarstöð landsins.

Í dag er allt farið og til að setja þetta í samhengi þá væri þetta svipað og 6000 þúsund störf yrðu flutt nánast á einni nóttu í burtu frá Reykjavík.

Ég segi og segi enn við eigum ekki að láta þetta átölulaust að hægt sé að svipta heilu byggðarlögunum lífsviðurværi sínu og skilja fólkið eftir á átthagafjötrum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: